Í 31. sæti eftir skylduæfingar

Aldís Kara Bergsdóttir.
Aldís Kara Bergsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Aldís Kara Bergsdóttir fékk 39,92 stig fyrir æfingar sínar í listhlaupi á skautum á úrtökumótinu fyrir Vetrarólympíuleikana sem fram fer í Þýskalandi. 

Keppt var í skylduæfingum í dag og á morgun eru frjálsar æfingar. Er Aldís Kara í 31. sæti en sex sæti eru í boði á Vetrarólympíuleikunum. 

Aldís Kara er ung að árum eða aðeins 18 ára og keppir fyrir Skautafélag Akureyrar. Hún fær dýrmæta reynslu í mótinu.

mbl.is