Flottur árangur Íslendinganna í Belgíu

Íslensku keppendurnir í Belgíu.
Íslensku keppendurnir í Belgíu. Ljósmynd/Hjólreiðasamband Íslands

Íslensku konurnar í Elite-flokki hafa nú lokið götuhjólakeppni dagsins á heimsmeistaramótinu í Belgíu. Munaði aðeins örfáum mínútum að þær fengu að hjóla síðustu hringina og klára keppnina með bestu hjólreiðakonum heims.

Elín Björg Björnsdóttir var lengi vel staðsett í miðjum hópi og var að sjá í fremstu víglínu. Þessi átök kostuðu mikið en kramparnir fóru að gera vart við sér eftir u.þ.b. 65 km. Hún var klippt úr keppni eftir um 100 kílómetra. Keppendum er flaggað úr keppni af öryggisástæðum og miðast við fjarlægð frá fremstu keppendum.

Ágústa Edda Björnsdóttir komst heilar 128 km áður en henni var klippt út úr keppni en Bríet Kristý Gunnarsdóttir um 135 km. Afrek Bríetar er því besta afrek Íslendings í Elite-flokki á heimsmeistaramóti í götuhjólreiðum, ef horft er til fjölda kláraðra kílómetra.

Kristinn Jónsson keppti svo í sömu braut í gær, föstudag, en hann hjólaði rúmlega 100 km áður en honum var flaggað út. Tímamunurinn á honum og fremstu mönnum var einungis 4.30 mínútur á þeim tímapunkti. Heimsmeistaramótinu í ár er því formlega lokið fyrir íslenska landsliðshópinn í Belgíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert