Óvæntir sigurvegarar í Berlín

Guye Adola kemur fagnandi í mark í morgun.
Guye Adola kemur fagnandi í mark í morgun. AFP

Óvænt úrslit litu dagsins ljós er hið árlega Berlínarmaraþon fór fram í dag en sigurvegarar í bæði karla og kvennaflokki voru ekki talin sigurstranglegust fyrir keppnina.

Sigurvegararnir voru báðir frá Eþíópíu. Guye Adola kom fyrstur karla í mark á tímanum 2:04,45 og vann þar með sitt fyrsta stórmót í greininni. Fyrrverandi heims- og Ólympíumeistari í 5.000 og 10.000 metra hlaupi, Kenenisa Bekele, var langt frá sínu besta og hafnaði í þriðja sæti.

Í kvennaflokki var það svo Gotytom Grebeslase sem bar sigur úr býtum á tímanum 2:20,09 en hún var að hlaupa sitt allra fyrsta maraþon.

Þetta var í 47. sinn sem Berlínarhlaupið er haldið en það þurfti af aflýsa því á síðasta ári vegna kórónuveirunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert