Stelpur og strákar kepptu innbyrðis

Viktoría Ingólfsdóttir í baráttu við Davíð Einarsson í unglingaflokki.
Viktoría Ingólfsdóttir í baráttu við Davíð Einarsson í unglingaflokki. Ljósmynd/Karatefélag Reykjavíkur

Bikarmót Karatefélags Reykjavíkur var haldið í Menntaskólanum við Hamrahlíð í gær og keppt var í þremur flokkum í kumite, barna-, unglinga og meistaraflokki. Þá var í fyrsta sinn í sögu íþróttarinnar á Íslandi kynjablandaðir og unglingaflokkar.

Hugi Halldórsson, sem keppti nýlega á Evrópumeistaramóti í Finnlandi, vann sigur í meistaraflokki en Elía Snorrason var annar og Máni Karl Guðmundsson þriðji. Viktoría Ingólfsdóttir hreppti sigur í unglingaflokki eftir jafna úrslitakeppni gegn Nökkva Benediktssyni. Daði Logason og Ronja Halldórsdóttir höfnuðu svo saman í þriðja sæti.

Ekki er hefð fyrir því að strákar og stelpur keppi innbyrðis í unglingaflokkum en þar eru keppendur á aldursbilinu 14 til 17 ára.

Verðlaunahafar í meistaraflokki, Hugi Halldórsson og Elías Snorrason, Á myndina …
Verðlaunahafar í meistaraflokki, Hugi Halldórsson og Elías Snorrason, Á myndina vantar Mána Karl Guðmundsson. Ljósmynd/Karatefélag Reykjavíkur
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert