Norðfirðingar byrja af miklum krafti

Hörkubarátta við netið í leik kvennaliða Þróttar og Þróttar í …
Hörkubarátta við netið í leik kvennaliða Þróttar og Þróttar í Neskaupstað um helgina. Ljósmynd/Sigga Þrúða

Þróttarar úr Fjarðabyggð hófu Íslandsmótið í blaki af miklum krafti um helgina en þrír leikir fóru fram í úrvalsdeildum karla og kvenna fyrir austan um helgina og höfðu Norðfirðingar betur í þeim öllum.

Kvennalið Þróttar tók á móti Þrótti úr Reykjavík í tveimur leikjum, á laugardag og sunnudag, og heimakonur unnu þann fyrri 3:1. Hrinurnar enduðu 25:13, 25:12, 23:25 og 25:22. Ester Rún Jónsdóttir úr Þrótti N. var með 19 stig og Arna Védís Bjarnadóttir úr Þrótti R. var með 17 stig.

Í  seinni leiknum í gær unnu heimakonur aftur 3:1 en samt í hörkuleik. Hrinurnar enduðu 20:25, 25:17, 25:20 og 25:17. María Jimenez var stigahæst hjá Þrótti N. með 16 stig en Arna Védís var aftur stigahæst hjá Þrótti R.

Karlalið Norðfirðinga tók á móti Fylki og vann öruggan sigur, 3:0. Hrinurnar enduðu 25:17, 25:17 og 25:15. Ramses Ballesteros skoraði 13 stig fyrir heimamenn, Andri Snær Sigurjónsson og Miguel Angel Ramos 11 stig hvor, en Alexander Stefánsson var stigahæstur hjá Fylki með 10 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert