Átta marka leikur í Egilshöllinni

Sölvi Atlason skoraði fyrir SR í kvöld.
Sölvi Atlason skoraði fyrir SR í kvöld. Ljósmynd/Bjarni Helgason/SR íshokkí

Lið Skautafélags Reykjavíkur vann Fjölni 6:2 í Egilshöllinni í Hertz-deild karla í íshokkí í kvöld.

Fjölnir skoraði fyrstu mörk leiksins, og var 2:0 yfir eftir um hálftíma leiksins, en SR svaraði með sex mörkum. 

Styrmir Maack skoraði tvívegis fyrir SR og kom liðinu á blað eftir hálftíma leik.

Þeir Gunnlaugur Þorsteinsson, Sölvi Atlason, Bjarki Jóhannesson og Styrmir Friðriksson skoruðu eitt mark hver.

Hilmar Sverrisson skoraði bæði mörkin fyrir Fjölni í leiknum. Fjölni gengur illa í upphafi tímabilsins og hefur tapað fyrstu þremur leikjunum. SR hefur hins vegar unnið tvo af fyrstu þremur og Skautafélag Akureyrar hefur unnið tvo fyrstu leiki sína. 

mbl.is