Hrein og klár mistök hjá stjórn KSÍ

Kolbeinn Sigþórsson hefur verið mikið í umræðunni undanfarnar vikur.
Kolbeinn Sigþórsson hefur verið mikið í umræðunni undanfarnar vikur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, mun í vikunni tilkynna landsliðshóp sinn fyrir leikina tvo gegn Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM en báðir leikirnir fara fram á Laugardalsvelli.

Það verður afar áhugavert að sjá hvaða leikmenn verða valdir í hópinn að þessu sinni en eins og flestir vita var mikið fjölmiðlafár í kringum síðasta leikmannahóp karlalandsliðsins. Guðni Bergsson sagði af sér sem formaður KSÍ fljótlega eftir að sá hópur var tilkynntur og stjórn KSÍ fylgdi svo í kjölfarið.

Þá var Kolbeini Sigþórssyni meinað að mæta í verkefnið af stjórn KSÍ og Rúnar Már Sigurjónsson ákvað að draga sig úr hópnum. Kolbeinn er ekki til taks fyrir næsta verkefni vegna meiðsla en hefði hann gefið kost á sér núna yfir höfuð ef hann væri heill heilsu?

Bakvörðinn má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert