Hörð keppni á haustmóti Glímusambandsins

Frá haustmóti GLÍ um helgina.
Frá haustmóti GLÍ um helgina. Ljósmynd/GLÍ

Haustmót Glímusambands Íslands, GLÍ, fór fram þann 10. október síðastliðinn í íþróttahúsinu á Blönduósi. Var það fyrsta mót keppnistímabilsins en keppt var í barna-, unglinga- og fullorðinsflokkum.

Samtals voru 42 keppendur skráðir, keppt var í 17 flokkum og alls voru glímdar 150 glímur.

Þó nokkuð var um nýja keppendur í öllum aldurshópum sem er til marks um auknar vinsældir glímunnar,“ sagði í tilkynningu frá Glímusambandi Íslands.

Á fimmtudeginum stóð sambandið fyrir glímukynningu í 1. - 10. bekk Blönduskóla „við góðar undirtektir en nemendur mættu ýmist til keppni eða hvatningar á [h]austmótinu,“ sagði einnig í tilkynningunni.

Ekkert gefið eftir um helgina.
Ekkert gefið eftir um helgina. Ljósmynd/GLÍ
mbl.is