Ruðningsspilari lést í bílslysi

Sean Wainui með boltann árið 2018.
Sean Wainui með boltann árið 2018. AFP

Nýsjálenski ruðningsspilarinn Sean Wainui lést í bílslysi í morgun.

Wainui, sem var 25 ára, lést eftir að bíllinn sem hann ók lenti á tré. Hann var einn í bílnum.

Mark Robinson, framkvæmdastjóri Ruðningssambands Nýja-Sjálands, sagði dauða hans vera „svartan dag fyrir ruðninginn”.

Wainui, sem var sóknarmaður hjá Waikato Chiefs, setti met í markaskorun í júní síðastliðnum þegar hann skoraði fimm mörk í 40-7 sigri gegn NSW Warathas.

mbl.is