Gefur ekki upp hvort hann sé bólusettur

Novak Djokovic.
Novak Djokovic. AFP

Novak Djokovic, efsti maður heimslistans í tennis, gefur ekki upp opinberlega hvort hann hafi verið bólusettur við kórónuveirunni eða ekki. 

Djokovic er í viðtali við blaðið Blic í heimalandinu Serbíu og var þar spurður hvort hann hafi verið bólusettur. Sagðist hann ekki gefa það upp.

Á viðtalinu við Djokovic má skilja að hann hafi ekki tekið ákvörðun um hvort hann muni taka þátt í fyrsta risamótinu á næsta ári, Opna ástralska mótinu, sem ávallt fer fram í janúar. Virðist það velta nokkuð á sóttvarnarrástöfunum í Ástralíu og öðru slíku eins og sakir standa.  

mbl.is