Jón Sigurður 23. besti í heimi í hringjunum

Jón Sigurður Gunnarsson.
Jón Sigurður Gunnarsson. mbl.is/Ómar Óskarsson

Íslensku keppendurnir komust ekki áfram á heimsmeistaramótinu í áhaldafimleikum sem fram fer í Kitakyushu í Japan. 

Keppni í undankeppninni í fjölþraut er lokið en þar kemur í ljós hverjir komast í úrslit á einstökum áhöldum. 

Valgarð Reinhardsson náði bestum árangri Íslendinganna í fjölþrautinni og hafnaði í 36. sæti en Jónas Ingi Þórisson varð í 48. sæti.  Guðrún Harðardóttir hafnaði í 49. sæti í fjölþrautinni og Margrét Kristinsdóttir í 53. sæti. 

Nanna Guðmundsdóttir.
Nanna Guðmundsdóttir. Ljósmynd/Árni Torfason

Jón Sigurður Gunnarsson náði bestum árangri á einstökum áhöldum þegar hann hafnaði í 23. sæti á hringjum í undankeppninni en átta efstu munu keppa í úrslitum á einstökum áhöldum. Jón Sigurður fékk hæstu „erfiðleikaeinkunn“ sem íslenskur fimleikamaður hefur fengið segir í frétt Fimleikasambandsins. 

Nanna Guðmundsdóttir náði bestum árangri íslensku kvennanna á einstökum áhöldum þegar hún hafnaði í 39. sæti í gólfæfingum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert