Shiffrin og Odermatt sigruðu á fyrsta mótinu

Mikaela Shiffrin ánægð með niðurstöðuna í Sölden.
Mikaela Shiffrin ánægð með niðurstöðuna í Sölden. AFP

Gullverðlaunin fóru til Bandaríkjamanns og Svisslendings þegar keppni í heimsbikarnum í alpagreinum hófst um helgina. 

Heimsbikarinn hófst á móti í stórsvigi í Sölden í Austurríki. Mikaela Shiffrin frá Bandaríkjunum sigraði í kvennaflokki og hefur þá unnið sjötíu mót í heimsbikarnum á ferlinum sem er magnaður árangur. Heimsmeistarinn í greininni, Lara Gut-Behrami frá Sviss, varð önnur og Petra Vlhova frá Slóvakíu hafnaði í þriðja sæti. 

Karlarnir kepptu daginn eftir og þar sigraði Marco Odermatt frá Sviss og var þetta í annað sinn sem hann vinnur stórsvigsmót í heimsbikarnum. Roland Leitinger frá Austurríki varð annar og Zan Kranjec frá Slóveníu hafnaði í þriðja sæti. 

Marco Odermatt í brekkunni um helgina.
Marco Odermatt í brekkunni um helgina. AFP
mbl.is