Skaðbrunnu eftir ævintýri á Hooters

„Það var hrikalega gaman að fara til Texas á sínum tíma og ég man að ég keypti mér meira að segja kúrekahatt til þess að taka þátt í stemningunni þarna,“ sagði Júlían J. K. Jóhannsson, margfaldur heims- og Evrópumeistari í réttstöðulyftu, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Júlían, sem er 28 ára gamall, byrjaði að æfa kraftlyftingar þegar hann var fimmtán ára gamall en fljótlega byrjaði hann að skara fram úr í íþróttinni.

Hann keypti á mörgum unglingalandsliðsmótum í kraftlyftingum þegar hann var yngri, meðal annars á heimsmeistaramóti ungmenna í Killeen í Texasfylki í Bandaríkjunum árið 2013, þar sem hann lenti í óvæntri uppákomu.

„Við strákarnir skelltum okkur á hinn forláta stað Hooters í eitt skiptið þegar að ein af stelpunum átti að fara keppa,“ sagði Júlían.

„Við pöntuðum allt á sem var á matseðlinum og allt í einu áttum við okkur á því að við erum að verða of seinir á mótið.

Það var erfitt að fá leigubíl þarna og það var enginn tilbúinn að skutla einhverjum þremur hlunkum eitthvað,“ sagði Júlían meðal annars.

Viðtalið við Júlían í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert