Hægt að fara ansi langt án ólöglegra efna

„Það hefur svo margt breyst í kringum íþróttina undanfarin ár,“ sagði Júlían J. K. Jóhannsson, margfaldur heims- og Evrópumeistari í réttstöðulyftu, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Júlían, sem er 28 ára gamall, byrjaði að æfa kraftlyftingar þegar hann var fimmtán ára gamall en Kraftlyftingasambandið varð aftur hluti af ÍSÍ, Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands, fljótlega eftir að hann byrjaði að æfa íþróttina.

Þegar Kraftlyftingasambandið tilheyrði ekki ÍSÍ tengdu margir íþróttina við ólöglega lyfjanotkun en í dag er öldin önnur.

„Ég hef tekið sérstaklega eftir því að viðhorf fólks hefur breyst mikið þegar kemur að ólöglegum efnum innan íþróttarinnar,“ sagði Júlían.

„Það hefur orðið mikil vitundavakning og fólk gerir sér grein fyrir því að það er hægt að fara ansi langt án ólöglegra efna,“ sagði hann enn fremur.

Viðtalið við Júlían í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert