Cavendish fór illa út úr byltu

Mark Cavendish ekið á sjúkrabörum út í sjúkrabíl í Ghent …
Mark Cavendish ekið á sjúkrabörum út í sjúkrabíl í Ghent í Belgíu í gær. AFP

Þekktar kempur fengu slæma byltu í hjólreiðakeppninni Six Days of Ghent í Belgíu í gær. 

Lasse Norman Hansen, heims- og ólymíumeistari, lenti í árekstri og Bretinn Mark Cavendish hjólaði aftan á Danann. 

Greint var frá því í dag að lunga hafi fallið saman í Cavendish og tvö rifbeint hafi brotnað. Er honum haldið á spítala til frekari rannsókna en gert er ráð fyrir að hann muni jafna sig að lokinni lyfjameðferð.

Cavendish er 36 ára gamall og hefur bæði orðið heimsmeistari í götuhjólreiðum og á braut. Hann fékk silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Ríó árið 2016. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert