„Nú verður tekið á því“

Júlían J. K. Jóhannsson.
Júlían J. K. Jóhannsson. Mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Júlían J. K. Jóhannsson, heimsmeistari í réttstöðulyftu, tilkynnti á Twitter í gær að hann hafi fengið boð um að fara vestur um haf næsta sumar og keppa á Heimsleikunum.

Þeir verða haldnir í Alabamaríki og segir Júlían þetta vera miklar gleðifréttir fyrir sig enda um eftirsóknarverðan viðburð að ræða.

Heimsleikarnir fara alla jafna fram ári eftir Ólympíuleikana og er fjölgreinamót þar sem keppt er í greinum sem ekki eru ólympíugreinar. Keppt er í þrjátíu og fjórum greinum og keppendur verða væntanlega á fjórða þúsund. 

Þar sem Júlían gekk ekki vel á sinn mælikvarða í samanlögðu á HM þá var hann ekki viss um hvort hann fengi boð um að keppa á leikunum. 

mbl.is