Úrskurðaður í eins leiks bann

Kristinn Björgúlfsson.
Kristinn Björgúlfsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kristinn Björgúlfsson, þjálfari ÍR sem leikur í Grill66 deild karla í handknattleik, hefur verið úrskurðaður í eins leiks bann af aga og úrskurðanefnd HSÍ.

Kristinn er úrskurðaður í leikbann vegna ummæla sem hann lét falla í viðtali við Handbolta.is um dómara í leik ÍR og Harðar.

Fleira gekk á í tengslum við leikinn en nefndin frestaði þess að taka afstöðu til framkomu forsvarsmanns handknattleiksdeildar Harðar á leiknum en honum var vísað út úr húsi vegna ósæmilegrar framkomu. Nefndin ætlar að afla frekari gagna og taka málið fyrir síðar.

Nokkrir leikmenn í tveimur efstu deildum karla og kvenna fengu útilokanir í leikjum en sluppu við leikbann.

Skýrsla aganefndar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert