Hann fékk nýjar hendur þannig að af hverju ekki?

„Mænuskaðastofnun Íslands hefur verið að vinna í því að finna einhverskonar lækningu við taugasjúkdómum,“ sagði Arna Sigríður Albertsdóttir, hjólreiðakona ársins 2021 og Ólympíufari, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Arna Sigríður, sem er 31 árs gömul, hlaut mænuskaða í skíðaslysi í Geilo í Noregi þegar hún var sextán ára gömul en hún er í dag lömuð fyrir neðan brjóstkassa.

Hún tók virkan þátt í átakinu „Stattu með taugakerfinu“ árið 2015 þar sem skorað var á sameinuðu þjóðirnar að bæta við nýju þróunarmarkmiðið hjá sambandinu til þess að auka skilning á virkni taugakerfisins.

„Það er líklegra að það verði einhver ákveðin aðgerð eða tækni sem muni mögulega lækna mænuskaða einn daginn, frekar en einhver lyf,“ sagði Arna.

„Fyrst það var hægt að græða hendur á Guðmund Felix Grétarsson þá hefur maður trú á því að það sé hægt finna lækningu við mænuskaða,“ sagði Arna Sigríður meðal annars.

Viðtalið við Örnu Sigríði í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert