Fimmti sigurinn hjá SR

Níels Hafsteinsson úr SR og Róbert Pálsson úr Fjölni á …
Níels Hafsteinsson úr SR og Róbert Pálsson úr Fjölni á fullri ferð í leiknum í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Skautafélag Reykjavíkur vann sinn fimmta sigur í átta leikjum á Íslandsmótinu í íshokkí karla í vetur með því að leggja Fjölni að velli í Reykjavíkurslag í Skautahöllinni í Laugardal í kvöld, 7:2.

SR er þá komið með 14 stig eftir átta leiki og sækir að Skautafélagi Akureyrar sem er með 16 stig en hefur aðeins leikið sex leiki. Fjölnir situr eftir á botninum með aðeins þrjú stig úr átta leikjum.

Axel Orongan og Sölvi Atlason komu SR í 2:0 áður en Aron Knútsson minnkaði muninn fyrir Fjölni í 2:1 undir lok fyrsta leikhluta.

Sölvi skoraði aftur, 3:1, Thomas Vidal minnkaði muninn í 3:2, en Kári Arnarsson kom SR í 4:2 áður en öðrum leikhluta lauk.

Eftir rúmar þrjár mínútur í síðasta leikhluta skoraði Robbie Sigurðsson og kom SR í 5:2. Þar með var mótspyrnan á enda og þeir Kári og Þorgils Eggertsson bættu við mörkum á lokakaflanum, 7:2.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert