Íslenska liðið örugglega í úrslit

Stúlknalandslið Íslands í gólfæfingum í dag.
Stúlknalandslið Íslands í gólfæfingum í dag. Ljósmynd/Fimleikasambandið

Íslenska stúlknalandsliðið í hópfimleikum komst örugglega í úrslit á EM sem hófst í Portúgal í dag. 

Keppt var í undankeppni í dag og komust sex lið áfram í úrslitin. Ísland fer inn í úrslitin með þriðja besta árangurinn í undankeppninni. 

Svíþjóð, Bretland, Ísland, Finnland, Tékkland og Lúxemborg komust áfram en Slóvenía, Eistland og Þýskaland sitja eftir. 

Ísland fékk 21.075 stig á gólfi, 14.400 stig á dýnu og 14.800 á trampólíni. Samtals gerir það 50.275 stig. 

Keppni í fullorðinsflokki hefst á morgun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert