Ísland með næstflest stig í undankeppninni

Kvennalandsliðið í gólfæfingum á EM í Portúgal í dag.
Kvennalandsliðið í gólfæfingum á EM í Portúgal í dag. Ljósmynd/Fimleikasambandið

Kvennalandsliðið í hópfimleikum er komið í úrslit á Evrópumeistaramótinu í Portúgal og fer inn í úrslitin með næstbesta árangurinn úr undankeppninni. 

Svíþjóð fékk flest stig í undankeppninni eða 55.100. Ísland var ekki langt á eftir með 54.150 stig. Sex þjóðir komast í úrslit en ásamt Svíum og Íslendingum verða það einnig Bretland, Finnland, Frakkland og Austurríki sem keppa í úrslitum í kvennaflokki á laugardaginn. 

Ísland fékk 20.700 stig fyrir gólfæfingar, 17.250 stig fyrir æfingar á dýnu og 16.200 stig fyrir æfingar á trampólíni. 

Íslensku landsliðskonurnar fagna í dag.
Íslensku landsliðskonurnar fagna í dag. Ljósmynd/Fimleikasambandið
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert