Skýr markmið fyrir árið 2023

Hlynur Andrésson.
Hlynur Andrésson. Ljósmynd/Bjorn Parée

Hlynur Andrésson, margfaldur Íslandsmethafi í hlaupum, er fluttur til Ítalíu og æfir nú undir handleiðslu fyrrverandi ólympíumeistara í maraþoni. Ítalinn Stefano Baldini þjálfar nú Hlyn og hófst samstarf þeirra í október.

„Er það ástæða þess að ég er á Ítalíu,“ sagði Hlynur þegar Morgunblaðið sló á þráðinn til hans í gær en hann býr í Emilia-Romagna-héraðinu. Hlynur er strax farinn að láta til sín taka á þessum slóðum og sigraði í 5 km metra götuhlaupi í Bologna um síðustu helgi.

Hlynur hefur sett stefnuna á að komast inn á Ólympíuleikana 2024 og keppa þar í maraþoni. Hann ætti því að vera í góðum höndum hjá Baldini en þeir hafa sett sér markmið fyrir árið 2023. „Í byrjun árs 2023 verður hægt að reyna við lágmörk fyrir Ólympíuleikana 2024. Við stefnum að því að ná lágmarkinu í byrjun árs 2023 eða eins snemma og hægt er,“ sagði Hlynur en hann keppti í maraþoni í fyrsta skipti á árinu og náði besta tíma Íslendings frá upphafi þegar hann kom í mark á 2:13:37 í Dresden í Þýskalandi.

Spurður út í næsta ár segist Hlynur reikna með því að hápunkturinn verði Evrópumeistaramótið í München næsta sumar.

Viðtalið má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »