Ísland Evrópumeistari í hópfimleikum

Kvennalandslið Íslands í fimleikum.
Kvennalandslið Íslands í fimleikum. Ljósmynd/Fimleikasamband Íslands

Íslenska kvennalandsliðið í hópfimleikum varð í dag Evrópumeistari. Liðið fékk jafnmörg stig og sænska landsliðið en vann fleiri greinar, og tók þar með titilinn.

Ísland sigraði bæði í keppni á trampólíni og á gólfi en Svíar unnu keppni á dýnu. Á trampólíninu fór íslenska liðið í gegnum öll sín stökk án falls.

Einungis munaði 0,6 stigum á Íslandi og Svíþjóð eftir tvö áhöld en bæði lið féllu tvisvar í lokaáhaldi sínu. Því var gríðarlega spenna þegar úrslitin voru kynnt en að lokum voru það íslensku stelpurnar sem fóru með sigur af hólmi. Sannarlega frábær árangur.

Mikill fögnuður braust út þegar úrslitin voru tilkynnt.
Mikill fögnuður braust út þegar úrslitin voru tilkynnt. Ljósmynd/Fimleikasamband Íslands
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert