Hefði átt að eyða miklu meiri tíma í að syrgja pabba

„Ég setti mér það markmið að toppa á heimsmeistaramótinu í Abú Dabí í desember,“ sagði Anton Sveinn McKee, margfaldur Íslandsmeistari í sundi og þrefaldur Ólympíufari, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Anton Sveinn, sem er 27 ára gamall, hefur átt erfitt ár en hann missti föður sinn í desember á síðasta ári sem hafði mikil áhrif á keppnistímabilið hjá honum.

Sundmaðurinn náði ekki markmiðum sínum á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar og ákvað að taka sér hvíld frá keppni og þar af leiðandi sleppa heimsmeistaramótinu í Abú Dabí.

„Það var kominn tími til þess að hlusta á líkamann og hausinn enda voru viðvörunarbjöllurnar löngu byrjaðar að klingja,“ sagði Anton.

„Ég hefði átt að eyða miklu meiri tíma í að syrgja pabba en í staðinn setti ég allt í það að skara fram úr á Ólympíuleikunum,“ sagði Anton.

Viðtalið við Anton Svein í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert