Wilkins bar sigur úr býtum

Verðlaunahafarnir Daniel Wang Hansen, Jonathan Wilkins og Anthony J. Mills.
Verðlaunahafarnir Daniel Wang Hansen, Jonathan Wilkins og Anthony J. Mills. Ljósmynd/HMR

Jonathan Wilkins úr Hafna- og mjúkboltafélagi Reykjavíkur náði að endurtaka afrek sín frá síðasta Grand Prix padel móti í október með sigri á þriðja Grand Prix móti HMR í padel, en því lauk á laugardagskvöld.

Mjög lítill munur var á milli efstu keppenda að þessu sinni og var táningurinn Daniel Wang Hansen með ágætis forskot þar sem hann var eini ósigrað keppandinn eftir fjórar umferðir.

Í fimmtu og lokaumferðin náðu Wilkins og Anthony J. Mills, einng úr HMR, að sigra á móti Wang Hansen og Thomas Beckers, 7:3.

Þá voru þeir þremenningar Wang Hansen, Mills og Wilkins allir með fjóra sigrar eftir fimm umferðir en Wilkins var með besta vinningshlutfallið, 66 prósent, og bar því sigur úr býtum.

Í öðru sæti voru Mills og Wang Hansen jafnir með 59 prósent vinningshlutfall og kepptu þeir því eina bráðabana lotu, sem Mills vann. Hafnaði Mills því að endingu í öðru sæti og Wang Hansen í því þriðja.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert