EM-hetjurnar hittu ráðherra og forseta

Ásmundur Einar Daðason og Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands með …
Ásmundur Einar Daðason og Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands með Evrópumeisturunum. mbl.is/Árni Sæberg

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, bauð íslensku landsliðunum í hópfimleikum til móttöku í Safnahúsinu í Reykjavík í dag.

Þangað mættu Evrópumeistaralið Íslands í kvennaflokki, karlalandsliðið sem fékk silfurverðlaun og blandaða landsliðið sem fékk bronsverðlaun. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands var viðstaddur móttökuna.

Íslenski landsliðshópurinn í Safnahúsinu í dag, liðin þrjú sem unnu …
Íslenski landsliðshópurinn í Safnahúsinu í dag, liðin þrjú sem unnu öll til verðlauna á Evrópumótinu í hópfimleikum. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert