Aftur vann SR á Akureyri

Bjarki Jóhannesson fyrirliði SR-inga með pökkinn í leiknum í kvöld.
Bjarki Jóhannesson fyrirliði SR-inga með pökkinn í leiknum í kvöld. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Styrmir Maack og Axel Orongan voru áberandi í sókninni hjá Skautafélagi Reykjavíkur þegar liðið varð fyrst til að vinna Skautafélag Akureyrar í venjulegum leiktíma í Hertz-deild karla í íshokkí á Akureyri í kvöld. 

SR sigraði 4:2 eftir að SA komst 2:1 yfir. Styrmir Maack skoraði eina markið í fyrsta leikhluta en hann átti einnig tvær stoðsendingar í leiknum. Akureyringar komust yfir með mörkum Baltasar Hjálmarssonar og varnarmannsins Orra Blöndal. Sölvi Atlason jafnaði fyrir SR og var staðan 2:2 fyrir síðasta leikhluta.

Mörk frá Kára Arnarssyni og Axel Orongan innsigluðu sigurinn en Axel skoraði í opið mark SA þegar fimm sekúndur voru eftir. Axel gaf einnig tvær stoðsendingar í leiknum. 

SA hefur unnið fimm af fyrstu sjö leikjunum en SR fimm af fyrstu níu. SR vann einnig SA fyrr í vetur og þá eftir framlengdan leik. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert