LA vill sitt lið í Ofurskálarleikinn

Andrew Wingard hjá Jacksonville Jaguars og Ben Skowronek hjá LA …
Andrew Wingard hjá Jacksonville Jaguars og Ben Skowronek hjá LA Rams í hörkunávígi í leik liðanna á sunnudaginn. AFP

Los Angeles Rams ráku af sér slyðruorðið með fyrsta sigri sínum (37:7) í mánuð í NFL-ruðningsdeildinni hér á SoFi-leikvangnum, gegn Jacksonville Jaguars á sunnudag. Við hér á Morgunblaðinu skruppum á leikinn til fá tilfinningu fyrir NFL-boltanum þetta leiktímabil.

Eftir að hafa farið á leik Rams á síðasta keppnistímabili án áhorfenda, mest til að upplifa nýja SoFi-leikvanginn, var kominn tími til að sjá leikvanginn skarta sínu fínasta fullan af áhorfendum.

Skemmst er að segja að völlurinn og stemningin er allt öðruvísi með 70 þúsund manns undir skelinni svokölluðu sem hylur leikvanginn og nærliggjandi svæði. Þetta er langstærsti leikvangur sem ég hef komið á og er ótrúlega mikið svæði fyrir áhorfendur að fara úr sætum sínum í mat, drykk eða aðra skemmtan. Áhorfendastæðin eru á níu hæðum og um allan leikvanginn eru hliðarsvæði fyrir áhorfendur að losa sig við meiri pening, eða bara ráfa um – enda eru NFL-leikir í dag annálaðir fyrir langar pásur þar sem bæði lið eru að bíða eftir hverri auglýsingapásunni í sjónvarpi á fætur annarri.

Þessi leikvangur hefur nú loks komist í fulla notkun og hafa tónleikar þegar farið fram og listafólk á borð við Justin Bieber, Kaskade, Rolling Stones og BTS (með ferna tónleika) haldið tónleika á vellinum. Þá mun Ofurskálarleikurinn í NFL-deildinni fara fram hér í febrúar, og leikir hafa þegar verið skipulagðir fyrir heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu 2026, auk þess sem leikvangurinn mun skipa stóran sess á Ólympíuleikunum 2028 hér í borg.

Erfitt að vera á toppnum til lengdar

Annars hefur keppnistímabilið í deildinni þetta árið ráðist mest af því að ekkert lið virðist skara fram úr öðrum eins og oft hefur gerst. Eftir tólf fyrstu leikina hafði aðeins eitt lið færri en þrjú töp.

Greinin í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert