Aldís keppti fyrst Íslendinga á EM

Aldís Kara Bergsdóttir.
Aldís Kara Bergsdóttir. Ljósmynd/Skautasamband Íslands

Aldís Kara Bergsdóttir keppti í dag fyrst Íslendinga á Evrópumeistaramóti fullorðinna í listhlaupi á skautum en Evrópumótið 2022 stendur nú yfir í Tondiraba-skautahöllinni í Tallinn í Eistlandi.

Hún fékk 42,23 stig í stutta prógramminu sem var á dagskrá í dag og var nálægt sínu besta þrátt fyrir eitt fall og hafnaði í 34. sæti af 36 keppendum en 24 bestu halda áfram keppni. Aldís Kara hefur því lokið keppni í Tallinn.

mbl.is