Djokovic aftur í haldi

Novak Djokovic á ekki sjö dagana sæla.
Novak Djokovic á ekki sjö dagana sæla. AFP

Serbneska tennisstjarnan Novak Djokovic var fyrr í kvöld handtekinn á ný af áströlskum stjórnvöldum, en þau höfðu áður ógilt landvistarleyfi hans í Ástralíu. Þá lýstu stjórnvöld því yfir að hinn óbólusetti Djokovic, sem nú er efstur á heimslistans í tennis, væri ógn við almannaheill. 

Samkvæmt dómsskjölum er Djokovic nú í haldi í Melbourne, og bíður þess að áfrýjun sín gegn brottvísun úr landi verði tekin fyrir. 

Áströlsk stjórnvöld hafa lýst því yfir fyrir réttinum að áframhaldandi vera Djokovic í Ástralíu gæti „ýtt undir andstöðu við bólusetningar“, og því bæri að vísa honum úr landi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert