Guðbjörg bætti Íslandsmetið

Tiana Ósk Whitworth og Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, fyrstu tvær frá …
Tiana Ósk Whitworth og Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, fyrstu tvær frá vinstri. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Spretthlauparinn Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir bætti eigið Íslandsmet í 60 metra hlaupi innanhúss er hún hljóp vegalengdina á 7,43 sekúndum á Helgarmóti Reykjavíkurfélaganna í Laugardalshöllinni í dag.

Tiana Ósk Whitworth hljóp einnig undir Íslandsmettíma Guðbjargar er hún hljóp á 7,45 sekúndum en Íslandsmet Guðbjargar fyrir daginn var 7,45 sekúndur.

Guðbjörg og Tiana hlaupa báðar fyrir ÍR og hafa verið fremstu hlaupakonur landsins síðustu ár.

mbl.is