Gylfi áfram laus gegn tryggingu

Gylfi Þór Sigurðsson í leik með Everton.
Gylfi Þór Sigurðsson í leik með Everton. AFP

Gylfi Sigurðsson, leikmaður Everton, verður áfram laus gegn tryggingu til miðvikudagsins 19. janúar.

Þetta er í þriðja sinn sem hann fær slíka framlengingu.

Breska blaðið The Sun greinir frá málinu en nafngreinir Gylfa ekki af lagalegum ástæðum. Fram kemur að leikmaðurinn sé kvæntur og hafi verið handtekinn í júlí síðastliðnum vegna gruns um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi.

Það er lögreglan í Manchester sem staðfestir við blaðið að tryggingin hafi verið framlengd.

Gylfi hefur ekkert spilað með Everton á þessari leiktíð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert