Djokovic þarf að yfirgefa Ástralíu

Novak Djokovic 12. janúar síðastliðinn.
Novak Djokovic 12. janúar síðastliðinn. AFP

Dómarar við ástralskan alríkisdómstól höfnuðu áfrýjunarbeiðni tenniskappans Novak Djokovic um að vísa honum ekki úr landi. Ellefu daga baráttu hins óbólusetta tenniskappa um að fá að keppa á Opna ástralska mótinu er því lokið.

Djokovic segist „virkilega vonsvikinn“ út af ákvörðun Ástrala um að hann skuli yfirgefa landið en hann ætlar að verða við þeirri beiðni.

„Ég virði úrskurð dómstólsins og verð samvinnufús í tengslum við brottför mína úr landinu,“ sagði Djokovic, sem er í efsta sæti heimslistans, í yfirlýsingu.

Draumur hans um að setja met með því að vinna sitt 21. stórmót er því úr sögunni í bili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert