Útnefndur þjálfari ársins í Svíþjóð

Vésteinn Hafsteinsson er þjálfari ársins í Svíþjóð.
Vésteinn Hafsteinsson er þjálfari ársins í Svíþjóð. mbl.is/Sindri

Frjálsíþróttaþjálfarinn Vésteinn Hafsteinsson var útnefndur þjálfari ársins í Svíþjóð í kjöri sænsku íþróttaakademíunnar í Stokkhólmi í kvöld.

Daniel Stähl, sænskur lærisveinn Vésteins, vann til gullverðlauna á Ólympíuleikunum í Tókýó síðasta sumar í kringlukasti og þá hafnaði annar sænskur lærisveinn Vésteins, Simon Patterson, í öðru sæti á leikunum.

Ståhl trónir á toppi heimslistans í kringlukasti en hann vann 19 af þeim 20 mótum sem hann tók þátt í á síðasta ári. Patterson fagnaði sigri á mótinu sem Ståhl tókst ekki að vinna en þar hafnaði Ståhl í öðru sæti.

Þá er Vésteinn einnig þjálfari Svíans Fanneyjar Ross sem keppti í kúluvarpi í Tókýó síðasta sumar og þá setti Fanney einnig Svíþjóðarmet í greininni á nýliðnu ári.

Lars Lagerbäck, fyrrverandi þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hlaut nafnbótina þjálfari ársins í Svíþjóð árið 2017.

mbl.is