Fá sér gúllassúpu fyrir leiki

Ljósmynd/Szilvia Micheller

„Það eru auðvitað eymsli í raddböndum og blöðrur á puttum en að öðru leyti erum við í Sérsveitinni í góðum gír,“ segir Benjamín Hallbjörnsson, betur þekktur sem Benni bongó, sem þessa dagana fer fyrir stuðningssveit íslenska handboltalandsliðsins á EM í Búdapest.

Íslenska liðið hefur byrjað vel á mótinu og hefur í fyrstu tveimur leikjunum notið stuðnings nokkur hundruð Íslendinga. „Það er létt yfir öllum og fólk hefur trú á verkefninu. Við í Sérsveitinni höfum verið með upphitunarpartí á sportbarnum Champs. Þar er vertinn heldur betur búinn að gera vel við okkur og hefur boðið upp á tilboð á gúllassúpu og söngvatni. Þarna spilum við íslenska tónlist og komum okkur í gírinn,“ segir Benni.

Í dag er síðasti leikurinn í riðlakeppninni á móti gestgjöfunum, Ungverjum. Mikið er undir og lofar Benni góðum stuðningi á pöllunum. „Það verður risaslagur og við munum heldur betur láta í okkur heyra. Ekki mun veita af enda verðum við 5-600 Íslendingar á móti 19.500 heimamönnum.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »