Hilmar í 21. sæti á HM

Hilmar Snær Örvarsson keppti í stórsvigi í dag.
Hilmar Snær Örvarsson keppti í stórsvigi í dag. Ljósmynd/ÍF

Hilmar Snær Örvarsson hafnaði í 21. sæti í stórsvigi á heimsmeistaramóti fatlaðra í alpagreinum sem fram fer í Lillehammer í Noregi í dag.

Hilmar kom í mark á tímanum 1:10,55 mínútum í fyrri ferð sinni en í seinni ferðinni skíðaði hann á tímanum 1:17,27 mínútum.

Hann var 12,48 sekúndum á eftir sigurvegaranum Giacomo Bertagnolli frá Ítalíu.

Hilmar hefur ekki lokið keppni á HM því hann keppir í svigi á föstudaginn.

mbl.is