Leikjum frestað vegna veðurs

Rut Arnfjörð Jónsdóttir og stöllur í KA/Þór ferðast til Mosfellsbæjar …
Rut Arnfjörð Jónsdóttir og stöllur í KA/Þór ferðast til Mosfellsbæjar á morgun. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Tveimur leikjum sem áttu að fara fram í dag hefur verið frestað vegna aftakaveðurs. Um er að ræða einn leik í úrvalsdeild kvenna í handknattleik og einn leik í 1. deild karla í körfuknattleik.

Leikur Aftureldingar og KA/Þórs í Olísdeild kvenna í handknattleik átti að fara fram í dag en hefur verið frestað um einn dag.

Fer hann fram á morgun, sunnudaginn 23. janúar, klukkan 15.

Leik Fjölnis og Hattar í 1. deild karla í körfuknattleik sem var á dagskrá klukkan 18 í dag hefur þá verið frestað þar sem öllu flugi hefur verið aflýst að austan í dag.

Samkvæmt tilkynningu frá KKÍ er unnið að því að finna nýjan leiktíma.

mbl.is