Dómararnir héldu með honum

Denis Shapovalov, til vinstri, þakkar Rafael Nadal fyrir leikinn að …
Denis Shapovalov, til vinstri, þakkar Rafael Nadal fyrir leikinn að honum loknum. AFP

Kanadamaðurinn Denis Shapovalov er óhress með frammistöðu dómaranna á Opna ástralska mótinu í tennis eftir að hann tapaði fyrir Rafael Nadal frá Spáni í hörkuleik í átta manna úrslitum í morgun.

Hann fullyrti eftir leikinn að Nadal fengi sérstaklega góða meðferð hjá dómurunum sem hefði verið hlutdrægir í úrslitaleiknum.

Shapovalov mótmælti harkalega í miðjum leik þegar honum þótti Nadal fá of mikinn tíma á milli högga. „Eruð þið að grínast? Þið eruð allir svindlarar," kallaði Kanadamaðurinn ungi til þeirra.

„Það voru mistök hjá mér að segja að þeir væru að svindla, eða hvað það var sem ég sagði," sagði Shapovalov eftir leikinn. „Þetta var sagt í hita leiksins en ég stend áfram á mínu. Það var ósanngjarnt hvað Rafa fékk að komast upp með mikið í leiknum. Það verða að vera einhver takmörk og það er vont þegar maður fær á tilfinninguna að vera ekki bara að keppa við mótherjann, heldur líka við dómarana," sagði Kanadamaðurinn sem náði sínum besta árangri á mótinu með því að komast í átta manna úrslitin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert