Setur markið hátt í Peking

Hilmar Snær Örvarsson.
Hilmar Snær Örvarsson. Ljósmynd/ÍF

Skíðakappinn Hilmar Snær Örvarsson úr Víkingi er á leið á Winter Paralympics þar sem Hilmar mun keppa í svigi og stórsvigi. Verður Hilmar eini keppandi Íslands á leikunum en Íslendingar hafa í gegnum árin átt mun fleiri keppendur á Paralympics heldur en Winter Paralympics.

Hilmar hefur tekið hröðum framförum í skíðaíþróttinni og hefur komist á verðlaunapall á heimsbikarmótum eins og fram hefur komið hér á mbl.is á umliðnum árum. Hilmar hafnaði í 5. sæti í svigi á HM fatlaðra í janúar og er því kominn í allra fremstu röð í þeirri grein.

„Helsta markmið mitt er að ná einu af fimm efstu sætunum í svigi. Ég fór á heimsmeistaramótið með það að markmiði að ná einu af sjö efstu sætunum. Styrkleikinn á þessum mótum er svipaður og mér finnst viðeigandi að stefna á topp fimm en það getur allt gerst. Keppendahópurinn á þessum mótum er mjög svipaður,“ sagði Hilmar sem er í hörkuformi og hefur sloppið við meiðsli í vetur. „Ég hef verið mjög heppinn með það.“

Viðtalið við Hilmar í heild sinni er að finna í Morgunblaðinu sem kom út í morgun

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert