Sóley í öðru sæti á EM á Íslandsmeti

Sóley, til vinsti, á verðlaunapalli í dag.
Sóley, til vinsti, á verðlaunapalli í dag. Ljósmynd/Kraftlyftingafélag Íslands

Sóley Margrét Jónsdóttir vann til silfurverðlauna í samanlögðu í +84 kg flokki á EM í kraftlyftingum í dag er hún lyfti 675 kíló.

Sóley bætti eigið Íslandsmet um tíu kíló og setti einnig Íslandsmet í bekkpressu. Þá vann hún til verðlauna í öllum greninum.

Hún lyfti 250, 270 og 280 kg í hnébeygju og vann af öryggi. Þá varð hún þriðja í bekkpressu með 185 kg og í öðru sæti í réttstöðulyftu með 210 kíló.

Sóley á enn tvö ár eftir af unglingaflokki og stimplaði sig vel inn í Opna flokkinn í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert