Guðni annar á móti í Svíþjóð

Guðni Valur Guðnason keppti í Svíþjóð í gær.
Guðni Valur Guðnason keppti í Svíþjóð í gær. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Guðni Valur Guðnason kringlukastari úr ÍR hafnaði í öðru sæti á alþjóðlegu móti í Örbyhus í Svíþjóð í gær.

Guðni kastaði kringlunni 62,84 metra og aðeins Simon Pettersson, silfurverðlaunahafinn á síðustu Ólympíuleikum, gerði betur en hann kastaði 63,86 metra. Þriðji varð Sven Martin Skagestad frá Noregi með rúma 60 metra.

Þessir þrír mætast allir á Selfoss Classic, alþjóðlega mótinu á Selfossvelli 28. maí.

mbl.is