Fjórtán skipta tólf milljónum milli sín

Baldvin Þór Magnússon komst í úrslit í 3.000 metra hlaupi …
Baldvin Þór Magnússon komst í úrslit í 3.000 metra hlaupi á heimsmeistaramótinu í vetur og er annar tveggja í efsta afreksflokki FRÍ. Ljósmynd/FRÍ

Fjórtán einstaklingar skipta á milli sín tólf milljónum króna í fyrri afreksúthlutun Frjálsíþróttasambands Íslands úr afrekssjóði sínum fyrir árið 2022.

Samkvæmt reglugerð um Afrekssjóð Frjálsíþróttasambands Íslands er fremsta íþróttafólkinu skipt í þrjá flokka. Framúrskarandi íþróttafólk sem nær í fremstu röð á alþjóðavettvangi, afreksfólk FRÍ sem hefur náð alþjóðlegum lágmörkum, og afreksefni FRÍ sem eru einstaklingar sem hafa náð lágmörkum til keppni á stórmóti ungmenna.

Þessir fjórtán eru í flokkunum þremur og deila upphæðinni á milli sín:

Framúrskarandi íþróttafólk:
Baldvin Þór Magnússon, millivegalengdahlaupari úr UFA
Guðni Valur Guðnason, kringlukastari úr ÍR

Afreksfólk FRÍ:
Aníta Hinriksdóttir, millivegalengdahlaupari úr FH
Dagbjartur Daði Jónsson, spjótkastari úr ÍR
Elísabet Rut Rúnarsdóttir, sleggjukastari úr ÍR
Erna Sóley Gunnarsdóttir, kúluvarpari úr ÍR
Hilmar Örn Jónsson, sleggjukastari úr FH
Hlynur Andrésson, langhlaupari úr ÍR

Afreksefni FRÍ:
Eva María Baldursdóttir, hástökkvari úr Selfossi
Glódís Edda Þuríðardóttir, fjölþrautakona úr KFA
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, spretthlaupari úr ÍR
Júlía Kristín Jóhannesdóttir, spretthlaupari úr Breiðabliki
Kristján Viggó Sigfinnsson, hástökkvari úr Ármanni
Tiana Ósk Whitworth, spretthlaupari úr ÍR

Þær Elísabet Rut og Erna Sóley eru í báðum síðartöldu flokkunum.

mbl.is