Markmiðið hjá mér er að verða heimsmeistari

Auðunn Jónsson yfirþjálfari, Sóley Margrét Jónsdóttir og Lára Bogey Finnbogadóttir …
Auðunn Jónsson yfirþjálfari, Sóley Margrét Jónsdóttir og Lára Bogey Finnbogadóttir nuddari á EM. Ljósmynd/Aðsend

Kraftlyftingakonan Sóley Margrét Jónsdóttir náði frábærum árangri á Evrópumeistaramótinu í kraftlyftingum í Plzen í Tékklandi um síðustu helgi. Sóley vann til verðlauna í öllum greinum sem hún keppti í, alls fernra verðlauna. Hún hreppti silfurverðlaun í samanlögðum árangri í +84 kg flokki með því að lyfta 280 kg í hnébeygju, 185 kg í bekkpressu og 210 kg í réttstöðulyftu, samanlagt 675 kg, og bætti þar með eigið Íslandsmet í samanlögðu um tíu kg.

Með þessum árangri vann hún með sannfærandi hætti til gullverðlauna í hnébeygju, vann bronsverðlaun í bekkpressu og silfurverðlaun í réttstöðulyftu. Auk þess setti hún Íslandsmet í bekkpressu og „single lift“ bekkpressu, sem er þegar einungis er keppt í bekkpressu á keppnisdegi öfugt við þegar keppt er á þrílyftumóti, þ.e. öllum þremur greinunum á keppnisdegi. „Ég er bara mjög sátt með árangurinn á mótinu. Ég get ekki sagt annað,“ sagði Sóley í samtali við Morgunblaðið.

Hin norska Hildeborg Hugdal hrósaði sigri samanlagt með því að lyfta 688 kg og sló í leiðinni heimsmet í bekkpressu. Því vantaði Sóleyju aðeins 13 kg upp á krækja í gullverðlaunin fyrir samanlagðan árangur. Hvað hefði mátt betur fara svo að Sóley hefði getað skákað Hugdal?

„Ég náði ekki upp bekknum í annarri tilraun, sem var 185 kg. Hefði það farið upp hefði ég reynt við hærri þyngd í þriðju tilraun, þar sem ég reyndi aftur við 185 kg og náði því þá upp. En ég var náttúrlega alls ekki að búast við því að ég yrði 13 kílóum frá henni. Ég er mjög ánægð með að hafa náð að vera svona nálægt,“ sagði hún.

Viðtalið í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »