Brons á heimsmeistaramóti og tveir sigrar á Íslandi

Sara Rós Jakobsdóttir og Nicolo Barbizi með verðlaunin eftir Íslandsmótin.
Sara Rós Jakobsdóttir og Nicolo Barbizi með verðlaunin eftir Íslandsmótin.

Sara Rós Jakobsdóttir og Nicolo Barbizi hrepptu á dögunum bronsverðlaun á heimsmeistaramóti WDO, Alþjóðasambands dansara, í 10 dönsum sem haldið var á Sikiley á Ítalíu.

Nicolo Barbizi og Sara Rós Jakobsdóttir á heimsmeistaramótinu á Sikiley.
Nicolo Barbizi og Sara Rós Jakobsdóttir á heimsmeistaramótinu á Sikiley.


Frá Sikiley héldu þau beint til Íslands og kepptu á Íslandsmeistaramótinu í 10 dönsum, og einnig á Open Standard móti Danssambands Íslands, og sigruðu á báðum mótum.

Sara og Nicolo hafa dansað saman í sex ár og eru jafnframt par en þau eru búsett í Árósum í Danmörku, æfa þar og fara þaðan á erlend mót ásamt því að keppa fyrir hönd Íslands og taka reglulega þátt í mótum á Íslandi.

mbl.is