Fyrrum heimsmeistari leggur hanskana á hilluna

Amir Khan (t.h.)
Amir Khan (t.h.) Ljósmynd/Instagram@amirkingkhan

Amir Khan, fyrrum heimsmeistari í hnefaleikum hefur ákveðið að leggja hanskana á hilluna, 35 ára gamall.

Englendingurinn Khan tilkynnti þetta á samfélagsmiðlum sínum en hann tapaði fyrir Kell Brook í febrúar. 

Khan varð heimsmeistari árið 2009 eftir að hafa unnið Úkraínumanninn Andriy Kotelnik og var það allt fram til ársins 2012.

„Það er kominn tími til að leggja hanskana á hilluna. Ég er þakklátur fyrir minn 27 ára feril í íþróttinni og vil þakka öllum sem stóðu með mér fyrir stuðninginn.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert