Ástæðan fyrir því að fólk heldur frekar með Liverpool

Jürgen Klopp og Pep Guardiola há harða baráttu um Englandsmeistaratitilinn.
Jürgen Klopp og Pep Guardiola há harða baráttu um Englandsmeistaratitilinn. AFP/Glyn Kirk

Liverpool getur orðið fyrsta enska knattspyrnuliðið í sögunni til þess að vinna fjórfalt á keppnistímabilinu. Það virðist hins vegar ógerningur að liðið fagni sigri í ensku úrvalsdeildinni miðað við spilamennsku Manchester City að undanförnu.

Sem stuðningsmaður Liverpool þá vonast maður auðvitað eftir kraftaverki í lokaumferð úrvalsdeildarinnar, líkt og þegar City fagnaði sigri í deildinni árið 2012, en það er erfitt að sjá Pep Guardiola og lærisveina hans misstíga sig í lokaleikjunum gegn West Ham og Aston Villa.

Guardiola mætti í viðtal á dögunum þar sem hann talaði mjög opinskátt um það að bæði enska þjóðin og fjölmiðlar vildu sjá Liverpool fagna sigri í ensku úrvalsdeildinni. Þá talaði hann um að Liverpool væri sögufrægt félag á Englandi og væri það ein af ástæðunum fyrir því að fólk héldi frekar með Liverpool en City í toppbaráttunni.

Síðasta áratuginn hefur Manchester City eytt 1,5 milljörðum punda í nýja leikmenn á meðan Liverpool hefur eytt 965 milljónum punda. Nettó eyðsla City er hins vegar 842 milljónir punda á meðan nettó eyðsla Liverpool er 297 milljónir punda.

Bakvörðinn má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

mbl.is