Ísland með fullt hús eftir nauman sigur

Íslenska liðið er með fullt hús stiga eftir tvo leiki.
Íslenska liðið er með fullt hús stiga eftir tvo leiki. Ljósmynd/Stjepan Cizmadija

Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí vann 3:2-sigur á Tyrklandi í B-riðli 2. deildar heimsmeistaramótsins í Zagreb í Króatíu í dag.

Ragnhildur Helga Kjartansdóttir og Sigrún Agatha Árnadóttir komu Íslandi í 2:0 með mörkum í fyrstu og annarri lotu en Betul Taygar jafnaði fyrir Tyrki með tveimur mörkum áður en þriðja lotan fór af stað.

Þar reyndist Sunna Björgvinsdóttir hetjan, því hún skoraði sigurmarkið á 43. mínútu. Tyrkneska liðið sótti nokkuð eftir markið en Birta Helgudóttir í marki Íslands stóð vaktina mjög vel.

Ísland vann 10:1-stórsigur á Suður-Afríku í fyrsta leik og er með fullt hús stiga eftir tvo leiki. Næsti leikur er gegn Króatíu á laugardaginn kemur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert