Silvia og Birta verðlaunaðar í Zagreb

Birta Helgudóttir fór á kostum í marki íslenska liðsins.
Birta Helgudóttir fór á kostum í marki íslenska liðsins. Ljósmynd/Stjepan Cizmadija

Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí tryggði sér í dag sæti í 2. deild A á heimsmeistaramótinu eftir sigur á Ástralíu í hreinum úrslitaleik um toppsætið í 2. deild B í dag.

Ísland vann alla fjóra leiki sína á mótinu og fer því upp um deild. Tveir leikmenn liðsins voru verðlaunaðir fyrir frammistöðu sína á mótinu.

Birta Helgadóttir var valin besti markvörður mótsins og Silvia Björgvinsdóttir besti sóknarmaðurinn.

Silvia skoraði næstflest mörk allra á mótinu eða sex. Birta fékk aðeins þrjú mörk á sig á mótinu og hélt hreinu í bráðabanakeppni í úrslitaleiknum og átti stórleik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert