Tveir íslenskir heimsmeistarar

Matthildur Óskarsdóttir og Alexandra Rán Guðnýjardóttir stoltar með sigurverðlaunin.
Matthildur Óskarsdóttir og Alexandra Rán Guðnýjardóttir stoltar með sigurverðlaunin. Ljósmynd/kraft.is

Alexandrea Rán Guðnýjardóttir og Matthildur Óskarsdóttir gerðu sér lítið fyrir og urðu heimsmeistarar unglinga í klassískri bekkpressu á heimsmeistaramótinu í Almaty í Kasakstan í nótt.

Matthildur varði titilinn í -84 kg flokki og setti í leiðinni nýtt Íslandsmet með að lyfta 125 kílóum. Hún varð önnur stigahæsta konan af öllum á mótinu.

Alexandrea Rán varð meistari í -63 kg flokki er hún lyfti 102,5 kílóum. Hún varð þriðja stigahæst allra á mótinu.  

mbl.is