Ein sú sigurstrangasta úr leik á HM

Shayna Jack verður ekki meira með á HM.
Shayna Jack verður ekki meira með á HM. AFP/Brenton Edwards

Ástralska sundkonan Shayna Jack verður ekki meira með á HM í sundi í Búdapest vegna meiðsla sem hún varð fyrir í upphitun í dag. Jack varð fyrir því óláni að puttabrotna eftir árekstur við aðra sundkonu.

Jack festi tvo putta í sundbol annars keppanda í miðju sundtaki með þeim afleiðingum að hún fékk fast spark í puttana og baugfingur brotnaði.

Hún hafði þegar unnið gull í 4x100 metra skriðsundi og silfur í blönduðu 4x100 metra sundi með áströlskum sveitum. Hún var einnig sigurstrangleg í 50 og 100 metra skriðsundum, en tekur ekki frekari þátt á mótinu.

mbl.is